76. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 08:56


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:56
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 08:56
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:56
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:56
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:56
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:56
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:56
Páll Magnússon (PállM), kl. 08:56
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:56

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 953. mál - breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022 Kl. 08:45
Til fundarins komu Erna Björg Sverrisdóttir og Stefán Broddi Guðjónsson frá greiningardeild Arion banka hf. Þau fóru yfir hagspá bankans og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 var afgreidd með nefndaráliti meiri hluta til 2. umræðu en meiri hlutann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Páll Magnússon, Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Bjarkey ritar undir nefndarálitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Hringt var í Bjarkeyju og staðfesti hún afstöðu sína í gegn um síma. Ólafur Gunnarsson vék af fundi á meðan á afgreiðslu málsins stóð. Fjórir minni hlutar munu skila inn nefndaráliti hver fyrir sig. Þá skipa Björn Leví Gunnarsson, Birgir Þórarinsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson.

2) Fundargerð Kl. 09:57
Fleira var ekki gert.

3) Önnur mál Kl. 09:58
Fundargerð 75. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:59